GLOSSA-leitarkerfið gerir notanda kleift að leita að mjög flóknum
orðasamböndum. Þetta er gert með því að bæta við textareitum.
Einnig má tiltaka hversu mörg ótilgreind orð eru á
milli leitarorðanna. Til þess að bæta við textareitum er smellt
á Bæta við orði hægra megin við textareitinn. Til þess að fjarlægja
textareiti er smellt á Eyða út orði. Tilgreina má fjarlægð á milli leitarorða sem fjölda ótiltekinni
orða á milli þeirra (orð á milli). Tilgreina má bæði lágmarksfjölda (frá) og
hámarksfjölda (til) orða. Sjálfgefið gildi er núll fyrir bæði hámarksfjölda og lágmarksfjölda.
Boðið er upp á gildin 0,1,2,3,4,5, 10 og 25 í fellivalmynd.
Bæta má við ótilgreindum fjölda orða.
Dæmi: Leita má að nafnorði með greini og lýsingarorði
sem fylgir á eftir því þar sem eitt eða tvö orð skilja leitarorðin að.
Search string: "([((ordflokkur="nafnorð") & (greinir="JÁ"))] []{1,2} [((ordflokkur="lýsingarorð"))]) ;"
|